Vinnustofur í Ástralíu

Íslandsstofa skipuleggur vinnustofur í þremur borgum Ástralíu fyrir aðila í ferðaþjónustu dagana 3.- 7. september nk. Heimsóttar verða borgirnar Sidney, Melbourne og Brisbane.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta¬samböndum við ástralska ferðaþjónustuaðila.

Verð og skráning:

Verð pr. vinnustofu er að hámarki kr. 450.000 á fyrirtæki (1-2 starfsmenn). Ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman.

Áhugasamir eru beðnir um að fylla út og senda inn skráningarform á vef Íslandsstofu fyrir 15. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is.