Vinnustofur á Indlandi

Íslandsstofa hefur áætlanir um að halda þrjár vinnustofur á Indlandi fyrir aðila í ferðaþjónustu dagana 13.- 17. nóvember nk., ef næg þátttaka fæst.

Fyrirhugað er að heimsækja borgirnar Nýju Delí, Mumbai og Ahemadabad í Gujarat fylki. Delí og Mumbai eru stærstu og mikilvægustu viðskiptaborgir Indlands og fer borgin Ahemadabad ört vaxandi.

Ferðin er unnin í samstarfi við sendiráð Íslands í Nýju Delí og er fyrirkomulag hennar með hefðbundnu sniði (sjá upplýsingar á skráningareyðublaði).

Áhugasamir eru beðnir um að fylla út skráningareyðublað á vef Íslandsstofu og senda á netfangið thorleifur@islandsstofa.is fyrir 30 júní nk.
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.