Fara í efni

Vest-norræn vinnustofa í Seattle

Í tilefni af opnun nýbyggingar Nordic Heritage Museum í Seattle þar sem forseti Íslands verður m.a. viðstaddur, mun Íslandsstofa halda málstofu og vinnufund á sviði ferðaþjónustu í Seattle þann 4. maí nk.

Ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi munu taka þátt.

Boðið verður upp á kynningar á löndunum þremur og að þeim loknum hefst vinnustofa þar sem fyrirtækin fá tækifæri til að funda með heimamönnum.
Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út skráningarform á vef Íslandsstofu og senda inn fyrir 6. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.