Top Resa í París

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á IFTM Top Resa ferðakaupstefnunni sem haldin verður í París dagana 25.- 28. september nk. Top Resa, sem er nú haldin í 40. skipti, er stærsta fagkaupstefnan á sviði ferðaþjónustu í Frakklandi og því mikilvægur vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja auka veg sinn á þessum markaði. Eingöngu fagfólk sækir kaupstefnuna, að jafnaði um 33.000 árlega. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kaupstefnunnar.

Áhugasamir eru beðnir að fylla út skráningarform á vef Íslandsstofu og senda inn fyrir 26. janúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Helga Jóhannsdóttir, margret@islandsstofa.is