Súpufundur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

Þriðjudaginn 21. mars kl. 11.30-13.00

Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.
Boðið upp á matarmikla súpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr.1800 sem greiðist á staðnum.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir kl. 9.00 þriðjudaginn 21. mars

Dagskrá:

11.30 Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendu

11.45 Niðurstöður kannanna Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
Kynning á niðurstöðum kannanna sem RMF hefur gert í nágrannasveitafélögum okkar (sumarkönnun) m.a. varðandi dvalartíma gesta, hvað heldur fólki á staðnum, útgjöld þeirra og hverjir eru gestirnir.
- Lilja Rögnvaldsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála

12.25 Fuglaskoðun í Eyjafirði
Kynning á nýjum fuglaskoðunarbæklingi fyrir Eyjafjarðarsvæðið og kynning á tækifærum sem felast í fuglaskoðun
- Sverrir Thorstensen, fuglaáhugamaður

13.00 Fundarlok

Fundarstjóri: Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu

Skráning