Slysavarnir 2017

Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur ráðstefnu um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand Hótel í Reykjavík 20. - 21. október 2017. Ráðstefnan er hugsuð fyrir alla þá sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi.

Dagskrá ráðstefnunar verður tvískipt, annars vegar öryggi ferðamanna og hinsvegar almennar slysavarnir.

Á ráðstefnunni verða yfir 16 áhugaverðir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar í málefnum tengt slysa- og forvörnum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um slysaskráningu, notkun hjálma, slysavarnir vegna snjóflóða, snjalltæki og umferðin, áhættustjórnun í ferðaþjónustu, öryggi barna í bílum, Vakinn og margt fleira.

Á Slysavarnir 2017 koma saman víðsvegar af landinu slysavarnafólk, ferðaþjónustuaðilar, heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem láta slysavarnir sig varða. Allir sem fylgjast með forvarna- og slysavarnamálum á Íslandi ættu að mæta á ráðstefnuna.

Nánari upplýsingar og skráning