Norræn vinnustofa í Mílanó í mars 2018 - skráning

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland standa fyrir norrænni vinnustofu í Mílanó 22. mars nk. Vinnustofan verður haldin í tengslum við svonefnda „Be Nordic“ daga í Mílanó þar sem Norðurlöndin sem ferðaáfangastaðir og norrænn lífstíll verða kynnt.

Íslandsstofa heldur utan um þátttöku íslenskra ferðaþjónustuaðila í vinnustofunni en þar gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig ásamt fulltrúum hinna Norðurlandanna og koma á viðskiptasamböndum við ítalska ferðaþjónustuaðila.

Verð og skráning:
Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni er 1.700 € á fyrirtæki

Innifalið í þátttökugjaldi er:
• Móttökuborð
• Skráning í sérstakan vinnustofubækling
• Kynning þátttökufyrirtækis á vefsíðu vinnustofunnar og á fleiri miðlum
• Markaðsupplýsingar um ítalska ferðaheildsala sem skrá sig til þátttöku á vinnustofunni.
• Hádegisverður meðan á vinnustofu stendur.

Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Vinnustofan verður haldin 22. mars 2018 frá kl. 10-17.

Áhugasamir eru beðnir um að fylla út skráningarblað á vef Íslandsstofu og senda á sigridur@islandsstofa.is fyrir 18. nóvember nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.