Fara í efni

Lokaviðburður Startup Tourism

Þér er boðið á lokaviðburð Startup Tourism þar sem tíu sérvalin sprotafyrirtæki kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir lykilaðilum innan íslensku ferðaþjónustunnar og öðrum gestum.

Föstudaginn 23. mars, kl. 15:00-19:00
Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi

15:00   Opnunarerindi flytur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
            ferðamálaráðherra
            Salóme Guðmundsdóttir,
            framkvæmdastjóri Icelandic Startups
           Casey Fenton,
           stofnandi CouchSurfing
15:30 Startup Tourism teymin kynna starfsemi sína
16:00 Stutt hlé
16:15 Startup Tourism teymin kynna starfsemi sína
17:30 Kokteill og léttar veitingar

Vinsamlega skráðu komu þína með því að smella á þennan hlekk.

Hlökkum til að sjá þig!
Startup Tourism teymið

---

Startup Tourism er viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bakhjarlar verkefnisins eru Blue Lagoon Iceland,Íslandsbanki, Isavia og Vodafone IS. Samstarfsaðili verkefnisins er Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og um framkvæmd sér Icelandic Startups. Sjá nánar um Startup Tourism á heimasíðu verkefnisins ásamt nánari upplýsingar um þau fyrirtæki sem taka þátt í ár. www.startuptourism.is