ITB í Berlín

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni ITB sem haldin verður dagana 8.-12. mars 2017. Sýningin er haldin árlega og er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Á síðasta ári sóttu hana um 200.000 þúsund manns, þar af um 120.000 þúsund fagaðilar.

Á ITB býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta¬samböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar, 8.-10. mars er eingöngu fyrir fagfólk en dagana 11. og 12. mars er sýningin einnig opin almenningi.

Ísland verður eins og síðustu ár með aðstöðu í höll 18 á sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna. Norðurlöndin skiptast á með sýningarbásana á sameiginlega sýningarsvæðinu og á ITB 2017 verður Ísland með sýningarbás sem snýr að gangi á tvo vegu. Pláss á sýningarbásnum er takmarkað og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig hið fyrsta.

Skráningareyðublað með upplýsingum um þátttökukostnað er á vef Íslandsstofu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni á bás Íslandsstofu eru beðnir að senda eyðublaðið útfyllt á netfangið sigridur@islandsstofa.is fyrir 20. september nk.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, sigridur@islandsstofa.is eða í s. 897 7950.

Sjá einnig vefsíðu ITB.