Íslensk ferðaþjónusta- kynningarfundur Íslandsbanka í Hofi

Í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu Íslandsbanka „Íslensk ferðaþjónusta“ heldur Íslandsbanki morgunfund í Hofi miðvikudaginn 22. mars.

Fundurinn er frá kl. 8:30 – 10:00 en boðið verður upp á létta morgunhressingu frá klukkan 8:15.

Þetta er í þriðja sinn sem Íslandsbanki gefur út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að gefa innsýn í þróun greinarinnar hverju sinni. Með útgáfunni vill Íslandsbanki leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar.

Dagskrá:

Íslensk ferðaþjónusta - Ný skýrsla Íslandsbanka:
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar og Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði

Pallborðsumræður:

Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar
Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda
Ragnheiður Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Ferðaskrifstofu Akureyrar
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar
Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði

Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka stýrir fundinum ásamt pallborðsumræðum

Skráning