Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum - ábending til ferðaþjónustuaðila

Þann 18. júlí 2018 veður sérstakur hátíðarfundur Alþingis haldinn á Þingvöllum til að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Þótt ekki sé um að ræða viðburð með þátttöku almennings má engu að síður gera ráð fyrir nokkrum umferðartruflunum við þjóðgarðinn þennan dag. Alþingi beinir þeirri ósk til ferðaþjónustuaðila að þeir muni í störfum sínum taka mið af því sem fram fer á Þingvöllum þennan dag. Þingfundur hefst upp úr hádegi og gera má ráð fyrir að eðlileg umferð komist ekki á fyrr en síðdegis.

Nánari tímasetningar:

Klukkan 12 verður lagt af stað frá Alþingishúsinu til Þingvalla með þingmenn og gesti.
Á milli klukkan 13 og 14 ganga forseti Alþingis, þingm., ráðh., forseti Íslands og aðrir gestir frá Hakinu og niður Almannagjá.
Klukkan 14 hefst þingfundur að Lögbergi.
Klukkan 15:30 verður gengið frá þingpalli til móttöku á Hakinu.
Um klukkan 16 hefst móttaka á Hakinu.
Klukkan 17 verður lagt af stað aftur til Reykjavíkur.
Um klukkan 18 verður komið að Alþingishúsinu.

Umferðarstjórnun:

Þann 18.júlí verður vegi inn að gestastofu að Haki og bílastæði þar, P1, lokað frá 08.00-18.00 fyrir almennri umferð.  Lokunin verður út við þjóðveg 36.
Gönguleiðin frá Haki niður að Lögbergi við Hamraskarð verður lokuð frá 08.00-16:15.

Milli 12.00-18.00 verður einstefna frá gatnamótum við þjónustumiðstöð til suðurs með Vallavegi 361 meðfram vatni að Arnarfelli.
Vegur 362 að bílastæðum P2 við Kastala og Öxarárfoss verður með tvístefnu en bílum gert að beygja til suðurs með vatni á gatnamótum við Vallaveg 361.

Vegur inn að Valhallarreit verður lokaður fyrir akandi umferð innan við Silfru þar sem verður stjórnstöð fyrir lögreglu og björgunarsveitir.

Sjá nánar um umferðarstjórnun og bílastæði