Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum - ábending til ferðaþjónustuaðila

Þann 18. júlí 2018 veður sérstakur hátíðarfundur Alþingis haldinn á Þingvöllum til að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Þótt ekki sé um að ræða viðburð með þátttöku almennings má engu að síður gera ráð fyrir nokkrum umferðartruflunum við þjóðgarðinn þennan dag. Alþingi beinir þeirri ósk til ferðaþjónustuaðila að þeir muni í störfum sínum taka mið af því sem fram fer á Þingvöllum þennan dag. Þingfundur hefst upp úr hádegi og gera má ráð fyrir að eðlileg umferð komist ekki á fyrr en síðdegis. Nánari tímasetningar verða birtar er nær dregur.