Fara í efni

Ferðakaupstefnan ITB Asia í Singapúr

Íslandsstofa verður með þjóðarbás á ferðakaupstefnunni ITB Asia dagana 18. - 20. október 2017. Sýningin er ein sú umfangsmesta á sínu sviði í SA-Asíu. Gestir á sýningunni koma frá Singapúr, Indónesíu, Malasíu, Taílandi og Kína.

Kostnaður
Kostnaður við þátttöku er að hámarki 500.000 kr., en ef tvö fyrirtæki sameinast um skráningu fá bæði fyrirtækin 75.000 kr. afslátt. Innifalið í verði er skráning í fundarbókunarkerfi. Kostnaður ræðst af fjölda þátttakenda og gæti orðið lægri.

Skráning og nánari upplýsingar
Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út skráningareyðublað á vef Íslandsstofu og senda á netfangið thorleifur@islandsstofa.is fyrir 5. maí nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.