Er ímynd Íslands að breytast?

Íslandsstofa boðar til fundar um markaðssetningu og ímynd áfangastaðarins Íslands fimmtudaginn 23. febrúar kl. 10.00-12.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Takið daginn frá!

Á fundinum verður fjallað um málið frá ólíkum hliðum og rýnt í ný gögn til að svara því hvort ímynd áfangastaðarins sé að breytast á meðal ferðamanna, erlendra söluaðila, og Íslendinga sjálfra. Dagskrá fundarins verður betur kynnt síðar. Hægt er að skrá þátttöku á fundinn um morguninn á islandsstofa@islandsstofa.is.

Í framhaldi af morgunfundinum fer fram lokaður fundur eftir hádegi með þátttakendum í markaðsverkefninu Ísland - allt árið um markmið og áherslur verkefnisins á þessu ári. Við hvetjum fyrirtæki og hagsmunaaðila til að skrá sig til þátttöku í verkefninu.