Fara í efni

Áfangastaðaáætlun á Suðurlandi - Opinn íbúafundur á Selfossi

Vinna við mótun framtíðarsýnar ferðaþjónustu á Suðurlandi er á góðu skriði. Samfélagsmál brenna á íbúum og hagaðilum á svæðinu sem vilja að við vinnuna sé hugað að málum sem snerta náttúru, samfélagið og ferðaþjónustu.

Síðastliðið haust voru haldnir vinnufundir vegna áfangastaðaáætlunar á Suðurlandi. Markmið fundanna var að greina stöðu ferðaþjónustu á Suðurlandi, móta framtíðarsýn svæðisins og skilgreina markmið sem þyrfti að ná til að framtíðarsýnin yrði að veruleika.

Á grundvelli þessara umræðna verður framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustu á Suðurlandi skilgreind. Í janúar og febrúar mun þessi vinna halda áfram og verða þá haldnir opnir fundir á Suðurlandi, þar sem íbúum gefst tækifæri til að koma sínum hugleiðingum á framfæri. Eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á þessa vinnu.

Opnir fundir verða eftirfarandi:

24. janúar: Austursvæði (Hornafjörður), Nýheimum á Höfn, kl. 20:00
29. janúar: Miðsvæði (Vestmannaeyjar), Þekkingasetri Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum, kl. 17:00
31. janúar: Vestursvæði (Árnessýsla, Ásahreppur og Rangárþing ytra, Tryggvaskála á Selfossi, kl. 18:00
5. febrúar: Miðsvæði (Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur), Midgard á Hvolsvelli, kl. 20:00