Stefnumarkandi stjórnunaráætlanir áfangastaða - (DMP)

Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála vinna sameiginlega að gerð svonefndra  stefnumarkandi stjórnunaráætlana  áfangastaða (e. Destination Management Plans) - DMP.

Um er að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. DMP er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

Mikilvægt er að hafa í huga að DMP inniheldur þannig áætlun um skipulag, þróun og markaðssetningu svæðis auk þess sem að skilgreindar eru þær leiðir sem fyrirhugað er að fara við stýringu á hinum ýmsu ferlum sem ráða þróun atvinnugreinarinnar innan svæðisins: uppbyggingu, efnahagslegu vægi, þjónustuþáttum o.s.frv.

 

 

Hrafnhildur Ýr VíglundsdóttirNánari upplýsingar

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar
hrafnhildur@ferdamaalstofa.is