Fundir og ráðstefnur um stafræn mál

auglýsingIcelandTravelTech


Ráðstefnan „Iceland Travel Tech“ verður haldin í annað sinn í Hörpu 8. maí 2020, en hún er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans.

Markmið ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um stafrænar lausnir til ferðaþjónustuaðila og efla upplýsinga- og þekkingarmiðlun milli ferðaþjónustu og tæknifyrirtækja.

Ráðstefnan fer fram eingöngu á stafrænu formi þetta árið og er nauðsynlegt að skrá sig til þess að fá upplýsingar um dagskrá og erindin .

Þema ráðstefnunnar í ár er: Sækjum við fram í breyttum heimi (How to move forward) þar sem tækni í hótelgeiranum og tækni til almennra framfara í fyrirtækjarekstri ferðaþjónustunnar verða í forgrunni.

Nánari upplýsingar og skráning

Nánari upplýsingar veitir Inga Rós Antonísusdóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar  netfangið ingaros@ferdamalastofa.is


IcelandTravelTech - Stafræn framtíð ferðaþjónustu

Hvað græði ég á tækni? Hvernig aukum við arðsemi með nýsköpun? Hvað getur ferðaþjónusta lært af Kísildalnum? Getur tæknin einfaldað líf þitt? Hvaða tækifæri felast í aukinni upplýsingatækni fyrir ferðaþjónustu? Þessum spurningum var leitast við að svara á ráðstefnu 29. nóvember 2018 sem skipulögð var af þróunarhópi nýsköpunar og tækni hjá Ferðaklasanum í samstarfi við Ferðamálastofu.

Á ráðstefnunni deildu þau Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Travelade, Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður ferðalausna hjá Origo Ísland og Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaptio, reynslu sinni og þekkingu. Sjö tæknifyrirtækjum í ferðaþjónustu voru síðan með tveggja mínútna örkynningu á þjónustu sinni eða vöru.

Að loknum örerindum settust Andri, Soffía, Arnar, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir frá Reykjavik Excursions / Kynnisferdir og Hjalti Baldursson framkvæmdastjóri hjá Bókun í pallborð. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpaði einni ráðstefnuna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion Banka.

Upptökur frá ráðstefnunni


Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi

Þann 2. maí 2018 stóð Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann fyrir morgunfundi um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. 

Með fundinum vildu Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn leggja sitt að mörkum til að vekja umræðu og gera íslenska ferðaþjónustu meðvitaða um þær öru tæknibreytingar sem eru að verða í heimi ferðaþjónustunnar. Þar koma m.a. við sögu síaukin samþætting snjalltækja við daglegt líf okkar, kröfur um hraðari þjónustu og betra aðgengi að upplýsingum.

Meðal fyrirlesara á fundinum var Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky. Hann er vinsæll höfundur ferðabóka, ásamt því að vera eftirsóttur alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum. Doug hefur ferðast um heiminn mörg undanfarin ár og greint frá upplifunum sínum með gamansömum hætti í blaða- og tímaritsgreinum undir nafninu Vagabond, sem birst hafa í ýmsum blöðum sem margir kannast eflaust við.

Upptökur frá ráðstefnunni