Styrkir frá NATA

Styrkir til tvenns konar verkefna

NATA auglýsir að jafnaði eftir styrkjum tvisvar á ári, í byrjun árs og í ágúst. Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

  • Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu
  • Ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna

Umsóknir og skilafrestur

Allar umsóknir þurfa að berast með rafrænum hætti á þar til gerðum umsóknarblöðum sem finna má á vef NATA. Lokafrestur til að skila umsókn vegna síðustu úthlutunar var 25. ágúst 2017. Um var að ræða seinni úthlutun af tveimur á árinu 2017. Áætlað er að umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar 2018 verði í  febrúar 2018 en það verður auglýst sérstaklega síðar.

Úthlutaðir styrkir