NATA

NATA logoFerðamálasamstarf Íslands, Færeyja og Grænlands stendur á gömlum grunni og á núverandi skipan þess rætur í stofnun North Atlantic Tourism Association (NATA) árið 2006. Megináherslan í samningnum er:

  • Efling ferðaþjónustu í löndum þremur
  • Styrkja ferðalög á milli landanna þriggja.

Þannig er hluta af samningsfénu ætlað að styrkja ferðir skólahópa á milli landanna til að auka samstarf skóla og bæta þekkingu á löndunum hjá ungu fólki. Tilgangurinn er einnig að styrkja samgöngur á milli landanna, ferðaþjónustu utan sumartímans og að skólasamstarfið nái til sem flestra svæða í löndunum.

Í samstarfinu er einnig lögð áhersla á að fjölga kaupendum og alþjóðlegum fjölmiðlum á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem löndin skiptast á að halda.


Styrkir frá NATA

NATA auglýsir að jafnaði eftir styrkjum tvisvar á ári, í byrjun árs og í ágúst. Sjá nánar um styrki frá NATA

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?