Laurentic Forum
Laurentic Forum er samstarfsvettvangur á milli Írlands og Kanada (Nýfundnaland og Labrador) sem teygir sig aftur til ársins 2006. Nýlega bættust Ísland og Noregur í hópinn.
Áhersla er á strandsamfélög landanna, sjálfbærni þeirra til framtíðar og helstu áskoranir. Megintilgangur verkefnisins er að skiptast á hugmyndum og læra hvert af öðru í gegnum sameiginleg verkefni, fræðslufundi og ráðstefnur. Verkefninu er skipt upp í tvö megin þemu; ferðaþjónustu og bláa hagkerfið. Tengiliðir verkefnisins hér á landi eru Ferðamálastofa annarsvegar og Matís hinsvegar.
Nánar má lesa um Laurentic Forum með því að smella á hnappinn að neðanverðu.
Fyrirhugaðir viðburðir tengdir ferðaþjónustu á vegum Laurentic Forum:
15. mars 2022 - Óáþreifanleg menning
Óáþreifanleg menning (Intangible Culture). Hvernig er henni haldið við og komið til skila til dæmis í ferðaþjónustu?
Fjarfundur.
13. apríl 2022 - Stafrænar frásagnir
Stafræn frásögn (Digital Storitelling). Umfjöllun dæmi og frásagnir.
Fjarfundur.