Upplýsingamiðstöðvar og upplýsingagjöf

UpplýsingamiðstöðFræðslumyndbönd

Ferðamálastofa hefur útbúið stutt fræðslumyndbönd á ensku og íslensku fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra sem starfs síns vegna koma að upplýsingagjöf til ferðafólks. 

Til að byrja með eru birt 3 myndbönd sem fjalla m.a. um hvernig veita skal góða þjónustu, mismunandi menningarheima og almenna upplýsingagjöf. Einnig vísum við á námskeiðin "Aukin upplýsingagjöf" hjá Safe Travel sem hugsuð eru í sama tilgangi.

Lesa meira


upplo1Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna

Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna starfa um allt land. Aðal upplýsingamiðstöðvarnar (landshlutamiðstöðvar) eru ellefu talsins og styrktar af opinberu fé. Rekstrarform annarra upplýsingamiðstöðva er fjölbreytt. Sumar eru reknar af einkaaðilum, aðrar eru starfræktar af sveitarfélögum í nánu samstarfi við ferðamálasamtök og markaðsskrifstofur. Þær veita upplýsingar til ferðamanna sem komnir eru til landsins og halda utan um ýmsa skráningu á þjónustu hvers svæðis, dreifa bæklingum og sjá um heimasíður í samstarfi við markaðsstofur. Allir þeir sem ætla að reka upplýsingamiðstöð þurfa að skrá starfsemi sína hjá Ferðamálastofu.

Ferðamálastofa tekur þátt í rekstri eftirtaldra upplýsingamiðstöðva:

Reykjavík info@visitreykjavik.is
Keflavíkurflugvöllur airport@ita.is
Reykjanesbær info@visitreykjanes.is 
Borgarnes info@westiceland.is
Ísafjörður info@vestfirdir.is
Varmahlíð upplysingar@skagafjordur.is
Akureyri info@visitakureyri.is
Egilsstaðir info@east.is
Seyðisfjörður info@sfk.is 
Höfn tourinfo@hornafjordur.is
Hveragerði tourinfo@hveragerdi.is

Heildarlista yfir allar upplýsingamiðstöðvar á landinu er að finna á ferðavefnum www.ferdalag.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?