Ferðalausnir - Stafræn tækifæri

Ferðalausnir - stafræn tækifæriFerðalausnir - Stafræn tækifæri kallast hagnýtar vef-vinnustofur sem Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann stendur fyrir. Markmiðið er að sýna, kynna og miðla þekkingu og reynslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu á sviði aukinnar tækni og öflugri miðlunar. 

Áskoranir ferðaþjónustufyrirtækja

Fyrirtæki í ferðaþjónustu standa frammi fyrir að velja milli fjölda nýrra tæknilausna, fjölbreyttra tóla og nýrra aðferða til að ná til viðskiptavina sinna og gesta. Nú sem aldrei fyrr eru tækifæri í að efla tækni á öllum stigum sem geta leitt til aukinnar framleiðni og bættrar afkomu ferðaþjónustufyrirtækja.

Þekkingu miðlað með rafrænum hætti

Markmið Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans með framtakinu er fyrst og fremst að koma á framfæri hvernig mismunandi aðferðir hafa nýst aðilum og leita leiða til að miðla þeirri reynslu á eins milliliðalausan hátt og mögulegt er.

Nýtt efni hálfsmánaðarlega

Efnið er aðgengilegt hér að neðan og verður nýtt efni frumsýnt á tveggja vikna fresti. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn vonast til að efnið sem framleitt verður nýtist sem flestum og taka á móti öllum ábendingum sem aðilar kunna að hafa eða tillögum að efni sem fyrirtæki óska sérstaklega eftir að rýnt verði. Ábendingar má senda á stafraennheimur@ferdamalastofa.is


Helgi Þór Jónsson

8.1.2019:
Beinar bókanir - 2. hluti

Helgi þór Jónsson, Markaðshúsið Sponta

Þegar þáttaröðin Ferðalausnir – Stafræn tækifæri fór af stað í október var það Helgi Þór Jónsson hjá Markaðshúsinu Sponta sem reið á vaðið. Í nýjum þætti heldur hann áfram að fara yfir hvernig ferðaþjónustuaðilar geta lækkað rekstrarkostnað með því að rækta milliliðalaust samband við ferðamenn og fá fleiri beinar bókanir. Horfa á myndband


18.12.2018:Sigurjón Ólafsson
Hagnýt ráð fyrir betri vef - Starf vefstjórans í hnotskurn

Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf

Góður vefur spilar að líkindum stærra hlutverk í rekstri ferðaþjónustufyrirtækis en í flestum öðrum atvinnugreinum. Því er mikill fengur að við höfum í 5. þætti af Ferðalausnum - stafræn tækifæri fengið til liðs við okkur einn reyndasta vefráðgjafa landsins, Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf. Horfa á myndband


4.12.2018:Magga Dóra Ragnarsdóttir
Hlutverk notendaferla í framúrskarandi ferðaþjónustu

Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarstjóri

Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarstjóri, kynnir hér notendaferla en þeir geta verið handhæg tól til að teikna upp og hanna þá upplifun sem við viljum að notendur gangi í gegnum. Notendaferill er tímalína sem lýsir sambandi ákveðins einstaklings við t.d. þjónustu frá öllum hliðum og þeirri upplifun sem skapast þegar notandinn fer í gegnum ferilinn. Þetta er bæði notað þegar skapa á eitthvað nýtt eða bæta þarf úr einhverju sem þegar er í gangi. Horfa á myndband


20.11.2018:jakob rolfsson
Mælaborð ferðaþjónustunnar

Jakob Rolfsson, Ferðamálastofa

Í myndbandinu fer Jakob Rolfsson, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu, í gegnum Mælaborðið skref fyrir skref, sýnir hvaða gögn er þar að finna og hvernig hægt er með einföldum hætti að kalla fram mismunandi sjónarhorn á hinar ýmsu upplýsingar, allt eftir eðli gagnanna. T.d. hvernig hægt er að brjóta gögn niður á tímabil, velja eitt eða fleiri tímabil til að skoða í einu, skoða sérstaklega einstök lönd eða markaðssvæði og þannig mætti áfram telja.
Horfa á myndband


6.11.2018:
Samfélagsmiðlar, áskoranir og tækifæri

Lella Erludóttir, Ferðaþjónusta bænda

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, fer yfir tækifæri og áskoranir við notkun samfélagsmiðla og hvernig hægt er að nýta þá með áhrifaríkum hætti í ferðaþjónustu.
Horfa á myndband


Helgi Þór Jónsson - Sponta23.10.2018:
Beinar bókanir - 1. hluti

Helgi þór Jónsson, Markaðshúsið Sponta

Það er Helgi Þór Jónsson hjá Markaðshúsinu Sponta sem ríður á vaðið. Í þessu kennslumyndbandi ferhann yfir grundvallaratriðin í því hvernig ferðaþjónustuaðilar geta lækkað rekstrarkostnað með því að rækta milliliðalaust samband við ferðamenn og fá fleiri beinar bókanir, án þóknunargjalda. Horfa á myndband