Tímaáætlun

Verkefnistíminn

Áður en nýtt kerfi upplýsingaveitu tekur til starfa er nauðsynlegt að skipuleggja vel þann faglega grunn sem kerfið byggir á. Undirbúningstími er 2016-2018 og skiptist í þrjá tólf mánaða áfanga. Vonast er til að nýtt kerfi taki til starfa í heild sinni í byrjun árs 2019. 

 

Áfangi I - 2016

Sjá einnig Þróunarverkefni um endskurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna - Áfangaskýrsla I

  • Kostnaðargreining núverandi kerfis upplýsingaveitu á landsvísu.
  • 13 kynningar- og umræðufundir um land allt þar sem verkefnið var kynnt ásamt því að möguleikar og áskoranir hvers svæðis á sviði upplýsingaveitu voru ræddar.
  • Tillögugerð vinnuhópa um landið að tilhögun nýs fyrirkomulags upplýsingaveitu á hverju landsvæði.
  • Skilgreining forgangsverkefna fyrir árið 2017 í fjórum málaflokkum: Öryggismál; Gæða-, fræðslu- og umhverfismál; Stafræn upplýsingaveita og Merkingar og auðkenni. 
  • Samningar við markaðsstofur landshlutanna og Safetravel um framkvæmd forgangsverkefna 2017

 

Áfangi II - 2017

  • Framkvæmd forgangsverkefna 2017
  • Þarfagreining á upplýsingaveitu við ólíka innkomustaði inn í landið s.s. Keflavíkurflugvöll, smærri alþjóðlega flugvelli, ferjuhafnir, við móttöku skemmtiferðaskipa o.s.frv. 
  • Málþing um upplýsingaveitu til ferðamanna (haldið í Borgarnesi 8. júní 2017)
  • Skilgreining á forgangsverkefnum sem koma til framkvæmda 2018.

 

Áfangi III - 2018 (birt fljótlega)