Öryggismál

Vinnuhópur: 
Markaðsstofa Suðurlands, Höfuðborgarstofa og Safetravel í samstarfi við Ferðamálastofu.

 

Markmið:
Að uppfærðar og réttar upplýsingar um öryggismál ferðamanna séu þeim aðgengilegar á lykilstöðum um land allt sem og á vefnum allt árið um kring.

 

Forgangsverkefni 2017:

  • Flokkun öryggispunkta* og greining á hvers konar öryggisupplýsingum þarf að koma á framfæri í hverjum flokki. 
  • Samræming skilaboða varðandi öryggismál á prenti, skiltum og vefsíðum opinberra aðila. 
  • Gerð tillagna um útfærslu á færanlegum upplýsingamiðstöðvum (öryggismiðstöðvar) sem aðstoða öryggis- og viðbragðsaðila við upplýsingjagjöf þegar vá steðjar að.
  • Tillögur að gerð og miðlun fræðsluefnis á sviði öryggismála fyrir ólíka miðla og í samvinnu við ferðaþjónustuaðila. 
 

*Öryggispunktar eru allir þeir staðir þar sem koma má á framfæri öryggisupplýsingum til ferðamanna. Til öryggispunkta teljast m.a ferðamannastaðir, vefsíður o.fl.