Endurskoðun upplýsingaveitu

Þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna var hrundið af stað í lok árs 2015. Forsendur verkefnisins eru fyrst og fremst sú mikla og öra þróun sem hefur orðið á íslenskri ferðaþjónustu síðustu misserin. Sú þróun kallar á styrkingu stoðkerfis ferðaþjónustunnar út um landið, samþættari vinnubrögð hins opinbera, skipulagðari uppbyggingu innviða og aukna áherslu á gæði og fagmennsku þar sem öryggi ferðamanna, upplifun ferðamanna og heimamanna og sjálfbær þróun ferðaþjónustunnar eru í fyrirrúmi.

Markmið

  •   Tryggja að bestu og nákvæmustu upplýsingarnar sem varða öryggi ferðamanna séu þeim alltaf aðgengilegar allt árið um kring um allt
  •    land.
  •   Tryggja gæðastarf upplýsingaveitu á landsvísu.
  •   Finna nýjar tæknilausnir sem nýta má til að styðja við opinbera upplýsingaveitu, bæði innan og utan eiginlegra upplýsingamiðstöðva.
  •   Nýta og styðja við það stoðkerfi gestastofa, safna og annarra opinberra eininga sem fyrir er um allt land.
  •   Nýta það fjármagn sem málaflokkurinn fær á sem hagkvæmastan en jafnframt árangurríkastan hátt.

 

Vonir standa til að nýtt og endurbætt kerfi upplýsingaveitu taki til starfa í byrjun árs 2019.

Nánari upplýsingar

Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri
gudny@ferdamaalstofa.is