Suðurland

Á Suðurlandi er unnin ein áfangastaðaáætlun og þrjár svæðisbundnar aðgerðaáætlanir:

 • Suðvestursvæði: Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra. 
 • Miðsvæði: Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Vestmannaeyjabær og Skaftárhreppur. 
 • Suðaustursvæði: Sveitarfélagið Hornafjörður

Laufey GuðmundsdóttirVerkefnisstjórar:

 Laufey Guðmundsdóttir  sími 863-7218 • laufey@south.is

Laufey Guðmundsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík, B.Sc. í viðskiptafræði sem og D-vottun IPMA. Þá hefur hún víðtæka reynslu í fjármála- og rekstrarstjórn, tekið þátt í mótun stefnu, greiningum, samhæfingu og ýmsum umbótaverkefnum. Þá hefur Laufey í störfum sínum öðlast mikla reynslu í samskiptum við mismunandi hagaðila, komið að áætlanagerð ýmis konar og tekið þátt í þróun og vexti eins stærsta íþróttafélags landsins, HK.

 

Anna Valgerður SigurðardóttirAnna Valgerður Sigurðardóttir • sími 857-1976 •  anna@south.is

Anna Valgerður Sigurðardóttir er með BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og diploma í kennslufræðum. Þá leggur hún stund á meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Anna Valgerður hefur áralanga reynslu í kennslu og miðlun þekkingar ýmis konar, en nýverið tók hún þátt í að þróa og kenna nýtt nám hjá Háskólafélagi Suðurlands í samstarfi við erlenda háskóla. Þar var m.a. fjallað um ferðaþjónustu á ólíkum mörkuðum, skipulagningu og stjórnun ferðamannastaða og áhrif ferðamennsku á náttúru og samfélag með hliðsjón af upplifun ferðamannsins.

 


 Svæðisráð

 • Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafrulltrúi uppsveita Árnessýslu,
 • Árný Lára Karvelsdóttir,  markaðs- og kynnafulltrúi Rangárþings Eystra,
 • Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Hornafjarðar.
 • Björg Árnadóttir, Visit South Iceland ehf
 • Sigurlaug Gissurardóttir, Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu
 • Gunnar Þorgeirsson, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
 • Bjarni Freyr Báruson, Ferðamálsamtök Suðurlands
 • Elfa Dögg Þórðardóttir, Ferðamálasamtök Suðurlands
 • Dagný Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Suðurlands

Upplýsingar um verkefnið á vef Markaðsstofu Suðurlands.