Reykjanes

Á Reykjanesi er unnin ein sameiginleg áfangastaðaáætlun fyrir öll sveitarfélög á svæðinu en þau eru: Sveitarfélagið Vogar, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður.


Þuríður Halldóra Aradótir BraunVerkefnisstjórar

Þuríður Halldóra Aradóttir Braun, sími 899-3693, thura@visitreykjanes.is

Þuríður er með BSc í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands, Diplóma í Markaðssamskiptum og almannatengslum frá Opna Háskólanum í Reykjavík og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við ferðaþjónustu frá unga aldri, bæði við almenna þjónustu og rekstur. Þuríður kom að ferðamálum í Rangárþingi eystra sem markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins (2007-2012) og hóf störf á Reykjanesi 2013.

 

Eggert Sólberg JónssonEggert Sólberg Jónsson, sími 865-0023, eggert@heklan.is

Eggert er MA í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Hann er alinn upp í Borgarnesi og hefur alla tíð unnið beint eða óbeint við ferðaþjónustu. Eggert er verkefnastjóri hjá Heklunni, Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja og forstöðumaður Reykjanes Geopark. Áður en Eggert tók við starfi sínu á Reykjanesi árið 2012 starfaði hann sem forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal.

 

 

 


Svæðisráð

 • Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
 • Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Garðinum
 • Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði
 • Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogunum
 • Magnea Guðmundsdóttir, Bláa Lóninu
 • Guðmundur Pétursson, Samtök Atvinnurekenda á Reykjanesi
 • Brynhildur Kristjánsdóttir, Veitingastaðurinn Vitinn Sandgerði
 • Sigrún Elefsen, Ferðamálasamtök Reykjaness
 • Sverrir Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðinnar Keili
 • Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
 • Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco
 • Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku
 • Guðjón Kristjánsson, menningar- og ferðamálafulltrúi Sandgerðisbæjar