Norðurland

Á Norðurlandi er unnin ein áfangastaðaáætlun og fjórar svæðisbundnar aðgerðaáætlanir:

 1. Húnavatnssýslur: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. 
 2. Skagafjörður og Eyjafjörður (Tröllaskaginn): Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. 
 3. Mývatn - Húsavík - Þingeyjarsveit (Demantshringurinn): Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Norðurþing. 
 4. Norðurhjari: Norðurþing, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð. 

 


Björn H Reynisson

Verkefnisstjórar

Björn H. Reynisson • Sími: 825-8882 • bjorn@nordurland.is

Björn H. Reynisson er með BA (Hons) í International Management frá Anglia Ruskin University í Englandi og MS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði, verkefna- , þekkingar- og almenna stjórnun frá Háskóla Íslands. Björn er einnig með Diploma í markaðshagfræði frá Aarhus Business Academy í Danmörku. Björn starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Saga Travel frá 2015 en þar áður hjá Íslandsstofu/Útflutningsráði við verkefnisstjórn í iðnaði og þjónustu, og við ráðgjöf og fræðslu frá árinu 2008. Þar hélt hann utanum fjölbreytt verkefni á sviði markaðsþróunar, verkefnisstýringar og útflutnings. Hann hóf störf hjá Markaðsstofu Norðurlands í apríl 2017.

 

Sigurður Líndal ÞórissonSigurður Líndal Þórisson • Sími: 451-2345 • selasetur@selasetur.is 
Sigurður Líndal Þórisson er með MA-gráðu í listastefnu- og stjórnun frá Birkbeck College, leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama og kennarapróf frá Strode‘s College. Sigurður starfaði við gæða- og verkefnastjórnun hjá ferðaþjónustu- og tæknifyrirtækinu Expedia Inc. Þar á undan starfaði hann m.a. við leihússtjórnun. Hann er nú framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands.“

 

 

 

Silja Jóhannesdóttir • Sími: 464-9882 • silja@atthing.is

Silja Jóhannesdóttir

Silja Jóhannesdóttir er stjórnmálafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur leitt verkefni Brothættra byggða í Öxarfirði og Raufarhöfn frá árinu 2015 sem felur í sér almenna byggðaeflingu og atvinnuþróun. Þar á undan vann hún hjá Capacent sem ráðgjafi fyrirtækja við ráðningar. Áður vann hún við vinnumálarannsóknina á Hagstofu Íslands og einnig við kennslu. 

 

 

 

 


Svæðisráð

 • Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð
 • Sigríður Káradóttir, Gestastofa Sútarans
 • Björn Líndal Traustason, SSNV
 • Sigríður María Róbertsdóttir, Hótel Sigló
 • Pétur Þór Jónasson, Eyþing
 • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Sólgarður Apartments
 • Gunnar Jóhannesson, Travel North
 • Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Norðurlands
 • Njáll Trausti Friðbertsson, Sæluhús
 • Þórdís Bjarnadóttir, Höldur

Upplýsingar um verkefnið á vef Markaðsstofu Norðurlands.