Fara í efni

Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma

Nánari upplýsingar
Titill Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
Undirtitill Rammaáætlun
Lýsing Faghópar rammaáætlunar hafa metið 15 virkjunarkosti í svokölluðu tilraunamati. Því er ætlað að vera undanfari endanlegs mats á um 25 kostum sem munu mynda fyrsta áfanga rammaáætlunar um virkjun vatnsafls og jarðvarma. Af þessum 15 kostum hefur faghópur III tekið 10 virkjunarhugmyndir til skoðunar. Um er að ræða sömu virkjanir og aðrir faghópar hafa haft til umfjöllunar með þeim undantekningum að hópurinn hefur ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar til að meta miðlanir í Langasjó, Norðlingaölduveitu eða virkjun í Jökulsá á Fjöllum. Þá skoðar hópurinn einungis einn kost við virkjun norðan Hofsjökuls og tvo kosti við virkjun Skjálfandafljóts enda er ekki mikill munur á milli þeirra að því er varðar þau atriði sem hópnum er ætlað að fjalla um. Hópurinn hefur reynt að fylgja þeirri aðferðafræði sem hann hefur sannmælst um og lýst er í skýrslu um hana. Tilraunamatið hefur gefið tilefni til að endurskoða vinnuaðferðir og hefur greinargerð um aðferðafræði verið breytt til samræmis við það.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ekki skráður
Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2002
Leitarorð Rammaáætlun, þjóðhagsmál, atvinnulíf, byggðaþróun, virkjanir, tilraunamat, vatnsafl, jarðvarmi, kostnaður, ferðaþjónusta, orka, orkuframleiðsla, vinnumarkaður, landsbyggðin, ferðamenn.