Fara í efni

Könnun á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu 2018 með samanburði við fyrri ár

Nánari upplýsingar
Titill Könnun á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu 2018 með samanburði við fyrri ár
Lýsing

Þann 22. nóvember 2019 stóðu Ferðamálastofa og KPMG fyrir fundi þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar skýrslu um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár.

Samandregnar niðurstöður

Alexander G. Eðvardsson hjá KPMG vann skýrsluna og eru samandregnar niðurstöður þessar:

  • Gengi krónunnar lækkaði á árinu 2018, sem hefði að óbreyttu átt að leiða til betri afkomu, en kostnaðarhækkanir unnu á móti tekjuaukanum sem skapaðist vegna lækkunarinnar.
  • Betri afkoma hótela í Reykjavík en úti á landi sem versnar eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Sem styður þá ályktun að ferðamenn fari minna út á land en áður.
  • Afkoma bílaleiga og hópbílafyrirtækja versnaði milli 2017 og 2018 og var afkoma bílaleiga að meðaltali við núllið en tap hjá hópbílafyrirtækjum.
  • Afkoma ferðaskrifstofa batnaði milli ára þrátt fyrir óbreyttar tekjur vegna lægri kostnaðar og var hagnaður að meðaltali bæði árin.
  • Afkoma afþreyingarfyrirtækja stóð nánast í stað milli áranna 2017-2018 í krónum talið þrátt fyrir hækkun tekna. Almennt var hagnaður af rekstri þeirra bæði árin.

 Upptaka frá kynningarfundi

Um könnunina

Í fyrra fól Ferðamálastofa KPMG að gera úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Niðurstöður þóttu áhugaverðar og var talin ástæða til að endurtaka könnunina og fá fram upplýsingar um rekstur ársins 2018. Skýrsla um afkomu hótelfyrirtækja var birt í júlí 2019 en svör frá bílaleigum, hópbílafyrirtækjum, afþreyingarfyrirtækjum og ferðaskrifstofum nægðu hins vegar ekki til að unnt væri að byggja á þeim áreiðanlegar niðurstöður. Var því ákveðið að fresta úrvinnslu og afla frekari upplýsinga úr ársreikningum. Skýrslan sem kynnt var í dag byggir þannig bæði á upplýsingum sem bárust í umræddri könnun auk upplýsinga úr ársreikningum valinna fyrirtækja. Fyrst og fremst voru veltumikil fyrirtæki valin í þessu úrtaki.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Alexander G. Eðvardsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2019
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð hótel, afkoma, landsbyggð, landsbyggðin, tekjur, rekstur, hagnaður, arður, arðsemi