Fara í efni

Kínverskir ferðamenn á Íslandi: Reynsla og upplifun íslenskra ferðaþjónustuaðila

Nánari upplýsingar
Titill Kínverskir ferðamenn á Íslandi: Reynsla og upplifun íslenskra ferðaþjónustuaðila
Lýsing

Út er komin ný skýrsla RMF um upplifun og reynslu íslenskra ferðaþjónustuaðila af því að taka á móti kínverskum ferðamönnum. Rannsóknin var unnin í tengslum við útgáfu bókarinnar Asian Mobilities Consumption in a Changing Arctic. Bókin verður gefin út af breska útgáfufyrirtækinu Routledge seinni part árs 2021 í ritstjórn Dr. Young-Sook Lee, Háskóla Norðurslóða í Tromsø.

Kínverskum ferðamönnum fjölgaði mjög hér á landi á undanförnum árum og voru, áður en heimsfaraldurinn Covid-19 skall á, orðinn þýðingarmikill markhópur íslenskrar ferðaþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í upplifun og reynslu þeirra sem þjónusta kínverska ferðamenn hér á landi. Annars vegar með því að draga fram hvað einkenni þarfir og áhuga þessa nýja markhóps íslenskrar ferðaþjónustu og hins vegar að meta hvaða áskoranir og tækifæri felast í móttöku kínverskra ferðamanna. Tekin voru tólf viðtöl við ferðaþjónustuaðila frá ólíkum sviðum greinarinnar og höfðu þeir allir langa starfsreynslu að baki.

Niðurstöðurnar sýna að helstu áskoranirnar hafa verið menningarmunur, tungumálaörðugleikar og skortur á upplýsingagjöf – bæði til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila. Mikil breyting hefur orðið á kínverska ferðamannamarkaðnum og hann orðinn mun fjölbreyttari en áður og áhugasviðið breiðara. Voru viðmælendur almennt á því að það fælust mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu að efla þjónustu við kínverska ferðamenn.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2021
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-505-00-8
Leitarorð kína, kínverjar, kínverskir, kínverskir ferðamenn, rmf, rannsóknamiðstöð ferðamála, asía