Fjöldi bifreiða að Fjallabaki

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Fjöldi bifreiða að Fjallabaki
Lýsing

Í ljósi mikilvægis Fjallabaks fyrir ferðaþjónustuna voru gerðar umfangsmiklar rannsóknir á umferð að Fjallabaki sumarið 2011 innan verkefnis sem kallast „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“. Farin var sú leið að nota tólf teljara til að meta fjölda bifreiða sem fara ákveðna leið og tvo teljara til að meta fjölda göngufólks. Bifreiðar voru taldar á öllum aðkomuleiðum að Fjallabaki, þ.e. á aðkomuleiðum að Fjallabaksleið syðri, F210 og að Fjallabaksleið nyrðri, F208 og að auki á mörgum leiðum innan svæðisins. Göngufólk var talið á gönguleiðinni Laugavegurinn á göngubrúnni yfir Kaldaklofskvísl og voru niðurstöður þeirrar rannsóknar birtar í skýrslunni Laugavegurinn: Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur - Fjöldi göngufólks 2011 til 2013 (Rögnvaldur Ólafsson, 2014). Frá árinu 2011 hefur fjórum bifreiðarteljurum verið bætt við og eru því talningarstaðirnir sem lýst er í þessari skýrslu orðnir 16.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Gyða Þórhallsdóttir
Nafn Rögnvaldur Ólafsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2016
Útgefandi Vegagerðin
Leitarorð fjöldi, fjöldi ferðamanna, talning, talningar, þolmörk, þolmörk ferðamennsku, fjallabak, friðland, umhverfi, umhverfismál, Gyða Þórhallsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson