Fara í efni

Ferðamannalandið Ísland: Mjúk eða magalending - Greiningardeild Arion banka

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamannalandið Ísland: Mjúk eða magalending - Greiningardeild Arion banka
Lýsing

Greiningardeild Arion banka kynnti á fundi 25. september 2018 niðurstöður greiningar á ferðaþjónustunni undir yfirskriftinni Ferðamannalandið Ísland: Mjúk- eða magalending?

Meðal þess sem fram kom var að umsvif íslensku flugfélaganna hafa mikið að segja um þróun fjölda og samsetningu ferðamanna hér á landi. Miðað við stöðu dagsins væru flugfargjöld of ódýr og þurfi að hækka. Að öðru óbreyttu, til dæmis ef krónan helst áfram sterk, gæti hækkun flugfargjalda leitt til fækkunar ferðamanna.

Á fundinum kom jafnframt fram að gert er ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna til landsins á næstu árum og í grunnsviðsmynd sem sett var fram fjölgar ferðamönnum um 1,4% á næsta ári og 2,4% árið 2020. Fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haldið í við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og svo virðist vera að við höfum ekki farið fram úr okkur í hóteluppbyggingu, enn sem komið er. Fyrir þjóðarbúið í heild sinni fer neysluhegðun ferðamanna að skipta meira máli þar sem ekki er hægt að treysta á tekjuvöxt í gegnum aukinn fjölda ferðamanna.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2018
Útgefandi Arion banki
Leitarorð afkoma, rekstur, fjárfesting, arionbanki, arion banki, tekjur, hagnaður