Fara í efni

Ferðamannalandið Ísland - Komið til að vera? - Greiningardeild Arion banka

Nánari upplýsingar
Titill Ferðamannalandið Ísland - Komið til að vera? - Greiningardeild Arion banka
Lýsing

Ferðaþjónustugreining Arion banka, birt í september 2017.

Helstu niðurstöður:

  • Jafnvel þó opinberar tölur ofmeti fjölda erlendra ferðamanna breytir það ekki stóru myndinni – ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega og vægi ferðaþjónustu í hagkerfinu fer vaxandi. Fleiri ferðamenn auka ekki aðeins tekjur heldur einnig álag á innviði og kalla á aukna þjónustu.
  • Við gerum ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd fjölgar ferðamönnum um 11% á næsta ári og 8% árið 2019. Flugframboð er ráðandi þáttur í íslenskri ferðaþjónustu og óvissan um þróun þess er mikil.
  • Nýting hótelherbergja hefur sigið yfir sumarmánuðina, svo meðaltekjur á herbergi hafa aukist hægar en meðalverð. Talsverð uppbygging liggur fyrir á næstu árum, sem líklega mun duga til að mæta auknum fjölda ferðamanna.
  • Ferðaþjónustan, sem langstærsta útflutningsgreinin, hefur umtalsverð áhrif á gengi krónunnar. Í alþjóðlegu samhengi er mjög óalgengt að ferðaþjónusta sé jafn ráðandi áhrifaþáttur á hagkerfi og gengi gjaldmiðils.
  • Sterk króna virðist hafa stytt dvalartíma, sem birtist meðal annars í því að dregið hefur úr dreifingu ferðamanna um landið. Ferðamenn virðast neyta upplifana hlutfallslega meira en áður hvort sem það sé vegna krónu eða annarrar þróunar. Líkur eru á að áhrif sterkrar krónu á ferðaþjónustu eigi enn eftir að koma fram að fullu.
  • Rekstur ferðaþjónustufyrirtækja stendur almennt vel en breyttar aðstæður með sterkara gengi, hærri launakostnaði og minni vexti leiða til áskorana. Líklegt er að samrunar og aðrar breytingar í ferðaþjónustu verði áberandi á næstunni.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2017
Útgefandi Arion banki
Leitarorð afkoma, rekstur, fjárfesting, arionbanki, arion banki, tekjur, hagnaður