Virðisauki í ferðaþjónustu – Kortlagning og samstarfsmótun

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Virðisauki í ferðaþjónustu – Kortlagning og samstarfsmótun
Lýsing

Skýrslan er afrakstur vinnu fyrirtækisins Gekon sem 2012-2013 vann að greiningu og kortlagningu íslenskrar ferðaþjónustu í anda klasaaðferðafræði.Upphaf samstarfsins var á fundi í Norræna húsinu í Reykjavík í október 2012 þar sem yfir 40 aðilar undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði dr. Michael Porter. Eitt helsta markmið samstarfsins er að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun innan íslensku ferðaþjónustunnar. Um 430 manns víðsvegar um landið tóku þátt í verkefninu með beinum eða óbeinum hætti. Á grunni þeirrar vinnunnar er mælt með 10 skilgreindum forgangsverkefnum, sem öll hafa það sameiginlegt að stuðla að bættri samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu og möguleikum til aukins virðisauka.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Friðfinnur Hermannsson
Nafn Hákon Gunnarsson
Nafn Rósbjörg Jónsdóttir
Nafn Sigurjón Þórðarson
Nafn Vilborg H. Júlíusdóttir
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2013
Útgefandi Gekon
Leitarorð stefnumótn, gekon, klasi, klasamasmstarf, klasar