Viðhorf til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorf til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu
Lýsing

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 19.-30. mars 2015. 

Einungis 2,3% íbúa segjast vera neikvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu, þar af segjast 2% fremur neikvæð og 0,3% mjög neikvæð. Um 70% segja fjölda ferðamanna í sínu hverfi vera hæfilegan yfir sumarmánuðina og athygli vekur að fleiri segja fjöldann vera of lítinn en of mikinn. Þegar spurt var um fjölda ferðamanna í miðborginni telja tveir af hverjum þremur hann vera hæfilegan.

Fjölmargar aðrar áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnuninni en Maskína sá um framkvæmd og úrvinnslu. Könnunin í heild er aðgengileg hér að neðan.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2015
Útgefandi Höfuðborgarstofa
Leitarorð viðhorf, höfuðborgarstofa, uppbygging, landkynning, fjöldi, fjöldi ferðamanna, stefnumótun, stefnumörkun, ímynd, reykjavík, höfuðborgin, höfuðborgarsvæðið, kannanir, könnun