Þróunarverkefni um endurskoðun á upplýsingaveitu til ferðamanna, Áfangaskýrsla I

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Þróunarverkefni um endurskoðun á upplýsingaveitu til ferðamanna, Áfangaskýrsla I
Lýsing

Ferðamálastofa hefur undanfarin ár barist ötullega fyrir því að auknu fjármagni sé varið til eflingar og samræmingar upplýsingaveitu til ferðamanna en tillögur þess efnis hafa því miður ekki hlotið hljómgrunn hjá fjárveitingavaldinu. Það er bjargföst trú stofnunarinnar að vönduð og samræmd upplýsingagjöf undir opinberu kennimerki, sé eitt öflugasta verkfæri stjórnvalda til að stuðla að öryggi ferðamanna, ábyrgari hegðun þeirra og auknu aðdráttarafl svæða um allt land. Verkfæri sem hægt er að beita strax til að bregðast við þeim vanda sem við blasir og skapa svigrúm á meðan að aðrir innviðir ferðaþjónustunnar eru styrktir til lengri tíma.

Skýrslan inniheldur niðurstöður fyrsta áfanga verkefnisins ásamt því að farið er yfir verkefni í öðrum áfanga sem unninn verður árið 2017. Í fyrsta kafla er farið stuttlega yfir markmið þess og samstarfsaðila. Í öðrum kafla er tillaga að því hvernig nýtt kerfi upplýsingaveitu verður uppbyggt og einingar innan þess skilgreindar. Í þriðja kafla er fjallað um kostnaðargreiningu sem gerð var á núverandi kerfi upplýsingaveitu og fjórði kaflinn inniheldur upplýsingar um næstu verkþætti sem framkvæmdir verða í öðrum áfanga verkefnisins árið 2017. Það er von Ferðamálastofu og allra þeirra aðila sem að verkefninu koma um land allt, að stjórnvöld sjái mikilvægi þess að málaflokkurinn sé efldur og þessari ítarlegu greiningarvinnu hagsmunaaðila verði fylgt eftir. Eins og áður sagði er fagleg upplýsingaveita eitt mikilvægasta, hagnýtasta og ódýrasta verkfærið sem völ er á til að stuðla að öryggi ferðamanna, ábyrgari hegðun þeirra og betri dreifingu. Þessu verkfæri er hægt að beita strax. Undirbúningsvinnan hefur þegar verið unnin, víðtæk sátt er um niðurstöðurnar og verkfærið tilbúið til notkunar og frekari þróunar.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2016
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð upplýsingamiðstöð, upplýsingamiðstöðvar, upplýsingaveita, upplýsingaveitur, kjarnaveitur, kjarnaveita, markaðsstofur, landshlutar, upplýsingar, upplýsingagjöf, öryggi, öryggismiðstöð, öryggispunktar, landshlutamiðstöð, svæðismiðstöð, landamæramiðstöð