Sviðsmyndir og áhættugreining - Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Sviðsmyndir og áhættugreining - Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030
Lýsing

Sviðsmynda- og áhættugreining í íslenskri ferðaþjónustu er afrakstur einstaklingsviðtala og hópastarfs með víðtæka þekkingu hver á sínu sviði er tengist ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti.

Tilgangur verkefnisins er að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða í ferðaþjónustu, auk þess að greina helstu áhættuþættina sem geta staðið henni fyrir þrifum. Verkefnið leitast við að svara spurningunni hver verður framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030? Sviðsmyndum er þannig ætlað að kalla fram möguleg svör við þeirri spurningu.

Sviðsmyndirnar sem settar fram voru:

‍„Niceland“
‍Ferðamann – nei takk
‍Laus herbergi
Fram af bjargbrúninni

Sviðsmyndir eru öflug aðferð til að skilja umhverfið og skapa sameignlegan skilning á því hvað rétt sé að gera í dag til að undirbúa framtíðina.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2016
Útgefandi Stjórnstöð ferðamála
Leitarorð áhætta, sviðsmyndir, sviðsmyndagreining, stjórnstöð ferðamála