Fara í efni

Stefnumótun í markaðsmálum til ársins 2000

Nánari upplýsingar
Titill Stefnumótun í markaðsmálum til ársins 2000
Undirtitill Samantekt unnin fyrir Ferðamálaráð Íslands
Lýsing Sú umræða sem hefur verið undanfarið um að hugsanlega væri að slitna upp úr norrænu samstarfi veldur einnig áhyggjum. Verulegur hluti þeirra sem hingað koma frá Norðurlöndum kemur vegna þátttöku í einhvers konar norrænu samstarfi. Allar breytingar á slíku samstarfi gætu haft víðtækar afleiðingar á tekjur okkar frá þessu markaðssvæði. Ísland mun mæta aukinni samkeppni á næstu árum sem ferðamannaland. Nokkur af helstu samkeppnislöndum okkar hafa nú þegar farið af stað með eða eru að hefja mikið landkynningarátak og nægir þar að nefna Írland, Finnland og Noreg. Írar settu sér það markmið 1989 að tvöfalda ferðamannastrauminn á næstu 4 árum til 1992. Af öllu framansögðu er ljóst að gera verður átak í markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands, ef við eigum ekki að verða undir í samkeppninni um vaxandi fjölda ferðamanna og auknar tekjur af ferðaþjónustu. Ferðamálaráð telur að breyta verði áherslum í markaðssetningunni.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Magnús Oddsson
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 1992
Leitarorð Stefnumótun, framleiðniaukning, arðsemi, markaðssvæði, landshlutar, ímynd Íslands, vöruþróun, innlend landkynning, leiðir til landkynningar, efni til landkynningar, fjármögnun, ferðamenn.