Staða ferðamálaáætlunar 2011-2020

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Staða ferðamálaáætlunar 2011-2020
Lýsing

Ferðamálastofa hefur að beiðni Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, unnið samantekt um stöðu aðgerða sem kveðið er á um í Ferðamálaáætlun 2011-2020. Ferðamálaáætlun 2011-2020 leysti af hólmi fyrri stefnu Alþingis í ferðamálum eftir að hún var samþykkt í júní 2011. Þá höfðu orðið miklar breytingar í ferðaþjónustunni síðan fyrri stefna var unnin.

Í tengslum við ferðamálaáætlunina var samþykkt aðgerðaáætlun í þrettán liðum sem felldir voru undir formerki þeirra fjögurra meginstoða sem ferðamálaáætlun byggir á. þ.e.:

• Innviðir og grunngerð (3 aðgerðir)
• Kannanir – rannsóknir-spár (3 aðgerðir)
• Vöruþróun – nýsköpun (2 aðgerðir)
• Markaðsmál (5 aðgerðir)

Í samantekt Ferðamálastofu er farið yfir hverja þessara aðgerða og hver staða þeirra er.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Halldór Arinbjarnarson
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2014
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð ferðamálaáætlun, skipulag, áætlun, skipulagsmál, stefnumótun, stefnumörkun, ferðamálastefna, stefna