Fara í efni

Mælaborð Ferðaþjónustunnar: Áætlun um þróun og framkvæmd

Nánari upplýsingar
Titill Mælaborð Ferðaþjónustunnar: Áætlun um þróun og framkvæmd
Lýsing

Veigamikill þáttur í starfi Ferðamálastofu er rekstur gagnagrunns og á grundvelli hans Mælaborðs ferðaþjónustunnar. Markmiðið er að bæta þekkingu um greinina, þekkingu sem stjórnvöld og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að, og stuðla þannig að hagfelldari þróun ferðaþjónustunnar í landinu.

Gagnagrunnurinn er nú þegar talsvert viðamikill og fer stækkandi. Notkun hans með milligöngu mælaborðsins er sömuleiðis mjög umtalsverð og vaxandi. Margt bendir til að notagildi þessa gagnagrunns fyrir stjórnvöld, fyrirtæki og rannsakendur í ferðaþjónustu sé nú þegar verulegt og geti orðið enn meira í framtíðinni.

Af þessum sökum telur Ferðamálastofa mikilvægt að halda áfram að byggja þessa þjónustu upp með skipulegum og hagkvæmum hætti. Þáttur í því er meðfylgjandi þróunaráætlun fyrir mælaborðið sem ætlað er að vera leiðsögn um uppbyggingu þess og endurbætur á næstu árum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2021
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-07-8
Leitarorð mælaborð, ferðamálastofa, mælaborð ferðaþjónustunnar, þróunaráætlun