Könnun á mannafla- og fræðsluþörf - Apríl-maí 2016

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Könnun á mannafla- og fræðsluþörf - Apríl-maí 2016
Lýsing

Meðfylgjandi er könnun Stjórnstöðvar ferðamála til að meta mannaflaþörf og þörf fyrir fræðslu/hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Könnunin var framkvæmd af Gallup í apríl sl. og var send á stjórnendur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum.

Helstu niðurstöður eru þær að reikna má með að um 22 þúsund manns muni að jafnaði vinna í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2016 sem er ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Líklegt er að um 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu árin 2016 og 2017 komi erlendis frá enda er atvinnuleysi lágt. Reiknað er með að hátt í 6000 erlendir starfsmenn vinni í greininni árið 2016. Talin er þörf fyrir um 2500 starfsmenn árið 2017 til viðbótar því sem nú er.

Fyrirtækin vilja helst auka hæfni í tengslum við þjónustulund og gestrisni, jákvætt viðmót, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni. Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða matreiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærða matreiðslumanna.

Þá kalla fyrirtækin eftir fræðslu sem starfsmenn geti ástundað sem mest á vinnustað, Þau vilja að ferðaþjónustufyrirtæki leggi meiri áherslu á fræðslu/þjálfun starfsmanna sinna og vilja sjá heildstætt þrepaskipt starfsnám í ferðaþjónustu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2016
Útgefandi Gallup / Stjórnstöð ferðamála
Leitarorð mannaflaþörf, fræðsla, menntun, fræðsluþörf, vinnumarkaður, atvinna, stjórnstöð ferðamála