Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Okkar áfangastaður

Nánari upplýsingar
Titill Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Okkar áfangastaður
Lýsing

Áfangastaðaáætlun Norðurlands var í fyrsta skipti gefin út árið 2018. Hún er unnin af Markaðsstofu Norðurlands (MN) í samstarfi við Ferðamálastofu og nær því yfir allt starfssvæði MN eða frá Hrútafirði yfir á Bakkafjörð. Á þessu svæði eru 20 sveitarfélög og voru þá tvö landshlutasamtök auk tveggja atvinnuþróunarfélaga en eftir sameiningar eru nú starfandi tvö landshlutasamtök, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Um 300 ferðaþjónustufyrirtæki eru í samstarfi við MN og eru í gildi þjónustusamningar við SSNV og sveitarfélögin á Norðurlandi eystra.

Fyrsta áfangastaðaáætlunin sem gefin var út árið 2018 var samkvæmt forskrift Ferðamálastofu og unnin á sambærilegan hátt fyrir alla landshluta. Hún er sameiginleg viljayfirlýsing um hvernig stýra skuli áfangastað yfir ákveðið tímabil. Hlutverk mismunandi hagaðila voru skilgreind, aðgerðaáætlun sett fram og farið var yfir hvernig auðlindum skyldi ráðstafað. Markmiðið var að gera framtíðaráætlun til að laða að þá ferðaþjónustu sem fólk vill fá inn á svæðið og til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum. 

Við útgáfu þessarar áætlunar er búið að aðlaga uppsetninguna að þörfum Norðurlands sem ferðaþjónustusvæðis en þó þannig að samræmi sé við aðrar áætlanir landshlutanna. Áætluninni er ætlað að gefa skýra mynd af ferðaþjónustunni, markmiðum hennar og uppbyggingarþörf ásamt því að leggja áherslu á þarfir og væntingar ferðamanna í öllum verkefnum. Áfangastaðaáætlun getur því nýst hagsmunaaðilum innan svæðis en ekki síður aðilum utan svæðis enda fá stjórnvöld hér skýra mynd af starfsemi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og áherslum og verkefnum MN næstu þrjú árin. Sérstaklega er farið yfir þarfir í innviðauppbyggingu enda eru þau verkefni gríðarlega mikilvæg fyrir sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar og eru þau verkefni skilgreind í samstarfi við sveitarfélögin og ferðaþjónustuna.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2021
Útgefandi Markaðsstofa Norðurlands
Leitarorð dmp, norðurland, áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætlanir, markaðsstofa norðurlands, ferðamálastofa