Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar
Lýsing

Farþegar í tengiflugi milli Keflavíkur og Akureyrar voru ánægðir með tengiflugið sem valkost við millilandaflug og vildu helst að ferðum yrði fjölgað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu RMF Viðhorf ferðamanna í flugi milli Keflavíkur og Akureyrar. Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal farþega í beinu tengiflugi milli Keflavíkur og Akureyrar.

Meðal þess sem var kannað var hvaða aðrir hópar hefðu verið í tengifluginu, hvað hefði einkennt þá og hvaða flugtengingar þeir hefðu notað. Könnunin var netkönnun sem var send á tæplega 1.650 netföng að lokinni ferð á tímabilinu júlí 2017 til febrúarloka 2018. Alls svöruðu 635 manns könnuninni og var svarhlutfall 38,6%.

Í könnuninni kom í ljós að meirihluti svarenda voru heimamenn, þ.e. fólk sem hafði búsetu á Íslandi. Stærsti hluti erlendra ferðamanna í könnuninni hafði komið áður til Íslands og var að heimsækja vini og ættingja.

Gagnaöflun var í höndum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri en RMF sá um úrvinnslu gagna og verkefnastjórn. Skýrslan var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands en aðrir samstarfsaðilar voru Air Iceland Connect og Isavia.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Samgöngur
Útgáfuár 2018
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-437-78-5
Leitarorð akureyri, keflavík, flug, samgöngur, akureyrarflugvöllur, keflavíkurflugvöllur