Hringvegurinn-Áhugaverðir staðir

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Hringvegurinn-Áhugaverðir staðir
Lýsing

Verkefnið fjallar um kortlagningu staða, á og við Hringveginn, þar sem ferðamenn, einkum erlendir ferðamenn, stoppa til myndatöku. Verkefnið ber heitið „Hringvegurinn – Áhugaverðir staðir“, og er markmiðið með því að vinna samantekt um þá staði Hringvegarins þar sem ferðamenn stöðva í vegkanti til myndatöku. Oft er um tilviljanakennd stopp að ræða, svo sem vegna hesta nálægt vegi, annarra húsdýra, fugla, blóma, norðurljósa, birtuskilyrða, regnboga o.s.frv. sem ferðamönnum finnst gaman að mynda. Á sumum stöðum er þó stoppað ítrekað, og oftar en svo að það geti talist tilviljanakennt. Það eru þeir staðir sem fyrirhugað er að skrá og kortleggja í þessu verkefni.

Verkefnið var afmarkað við Hringveginn sem er samtals 1332 km á lengd og skiptist í 187 vegkafla (a1-y2). Núllpunktur Hringvegarins er á sýslumörkum Skaftafellssýslnanna tveggja á Skeiðarársandi. Vegurinn liggur um alla landshluta nema Vestfirði og Miðhálendið.

Hlekkur http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/rannsoknarskyrslur/samfelag/
Höfundar
Nafn Sóley Jónasdóttir
Flokkun
Flokkur Öryggismál
Útgáfuár 2017
Útgefandi Vegagerðin
Leitarorð vegakerfið, vegur, vegir, hringvegurinn, kortlagning, áningarstaðir, áningarstaður, öryggi, öryggismál, stopp, ljósmyndir, ljósmynd, ljósmyndun, mynd, myndir, útskot