Vinnuafl í ferðaþjónustu

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Vinnuafl í ferðaþjónustu
Lýsing

Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um ferðaþjónustu og afleiðingar hennar á land og þjóð en í þeirri umræðu hefur lítið farið fyrir málefnum vinnuaflsins. Takmörkuð þekking er fyrir hendi á vinnumarkaði íslenskrar ferðaþjónustu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á málefnum vinnuaflsins í ferðaþjónustu og litlar upplýsingar eru til um þá sem starfa í atvinnugreininni hér á landi.

Í ljósi þessa fór Stjórnstöð ferðamála þess á leit við RMF vorið 2018 að þróa mælikvarða til þess að meta starfsánægju í ferðaþjónustu á Íslandi en í Vegvísi ferðaþjónustunnar 2015-2020 er tekið fram að eitt af undirmarkmiðum hans er að auka starfsánægju í greininni (Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið & Samtök ferðaþjónustunnar, 2015).

Markmið þessarar skýrslu, sem byggð er á forrannsókn RMF fyrir Stjórnstöð ferðamála, er að veita innsýn í fræðilegar rannsóknir á málefnum vinnuafls í ferðaþjónustu ásamt því að kafa dýpra í rannsóknir á starfsánægju í ferðaþjónustu. Ennfremur að veita innsýn í hvaða upplýsingar liggja fyrir um málefni vinnuafls í ferðaþjónustu hér á landi.

Skýrslan er í fimm köflum:

  • Á eftir inngangi er yfirlit yfir erlendar rannsóknir á störfum í ferðaþjónustu og þeim sem starfa í greininni.
  • Í næsta hluta er farið yfir rannsóknir og rannsóknaraðferðir á starfsánægju í ferðaþjónustu.
  • Fjórði hlutinn er yfirlit yfir töluleg gögn og rannsóknir á starfsfólki og störfum í ferðaþjónustu á Íslandi.
  • Í fimmta og síðasta kaflanum eru helstu niðurstöður dregnar fram.
Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Íris Hrund Halldórsdóttir
Flokkun
Flokkur Menntun og rannsóknir
Útgáfuár 2019
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-437-94-5
Leitarorð vinnuafl, atvinna, vinnumarkaður, starfsfólk, starfsmenn,