Starfsumhverfi ferðamálafulltrúa

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Starfsumhverfi ferðamálafulltrúa
Undirtitill Viðhorfskönnun meðal ferðamálafulltrúa á þáttum tengdum starfsumhverfi þeirra
Lýsing

Til að auka þekkingu á starfsumhverfi ferðamálafulltrúa var framkvæmd könnun sem hér verður greint frá. Í fyrsta lagi var markmið könnunarinnar að fá upplýsingar um starfsumhverfi ferðamálafulltrúa í þeim tilgangi að reyna varpa ljósi á hvaða þættir í starfsumhverfinu geti hugsanlega orsakað þá tíðu nýliðun sem hefur einkennt starfsgreinina undanfarinn áratug. Í öðru lagi að fá upplýsingar um starfssvæði ferðamálafulltrúanna, helstu samstarfsaðila og undir hvaða stofnun/félagasamtökum þeir telji að starf þeirra ætti að vera til að ná sem mestri skilvirkni. Í þriðja lagi að fá upplýsingar um hvernig samskiptum ferðamálafulltrúa innbyrðis og við ýmsar stofnanir væri háttað og hve mikilvæg þeir telji samskiptin vera. PDF

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigríður E. Þórðardóttir
Flokkun
Flokkur Menntun og rannsóknir
Útgáfuár 2001
Útgefandi Byggðastofnun
Leitarorð starfsumhverfi, starfsumhverfi ferðamálafulltrúa, ferðamálafulltrúar, ferðamálafulltrúi, starf, starfssvið, störf í ferðaþjónustu, störf