Söguferðaþjónusta á Norðurlandi. Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Söguferðaþjónusta á Norðurlandi. Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum
Lýsing

Á Norðurlandi er að finna fjölmarga afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn þar sem þeim gefst færi á að kynnast betur sögu og menningu landshlutans. Í gagnagrunni Eyþings eru t.a.m. sextíu söfn, setur og sýningar á skrá og meirihluti þeirra hefur sögu Norðurlands sem umfjöllunarefni (Eyþing, 2019). Þar á meðal má nefna byggðasögu, atvinnusögu eða náttúruarf svæðisins.

Hlutfall erlendra ferðamanna af gestakomum á söfn, setur og sýningar á Íslandi, sér í lagi á sumrin hefur farið sívaxandi á undanförnum árum. Innlendir ferðamenn eru þó einnig duglegir að nýta sér þau fjölmörgu söfn sem á vegi þeirra verða á leið um landið. Markmið þessarar rannsóknar er að fá betri innsýn í hvað það sé sem dragi ferðamenn á þessa staði, hvað einkenni þennan markhóp og hver upplifun þeirra sé af heimsókninni. Með könnuninni er einnig leitast við að öðlast betri skilning á því hvernig saga Norðurlands virkar sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Þessi könnun var unnin af Rannsóknasmiðstöð ferðamála að beiðni Markaðsstofu Norðurlands. Könnunin er hluti af greiningu á möguleikum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi en verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
Flokkun
Flokkur Menning og saga
Útgáfuár 2019
Útgefandi Markaðsstofa Norðurlands
Leitarorð söfn, sýningar, setur, norðurland, saga, sögur, söguferðaþjónusta, rannsóknasmiðstöð ferðamála, markaðsstofa norðurlands