Einföldun starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu á Íslandi

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Einföldun starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu á Íslandi
Lýsing

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra fól Ferðamálastofu að skoða starfsumhverfi ferðaþjónustunnar með það að markmiði að auðvelda og einfalda umhverfið eins og kostur er, hvort sem það er með einföldun á leyfisferlum, skipulagi og verkferlum í kringum þau eða annarri umgjörð um starfsemi ferðaþjónustunnar. Ferðamálastofa ákvað að setja á fót stýrihóp vegna verkefnisins sem bar hitann og þungan af verkefninu. Formaður hans var Helena Karlsdóttir, lögfræðingur Ferðamálastofu.

Lögð var áhersla á að við vinnuna yrði leitað eftir samstarfi við hagsmunaaðilar og þeim gefin kostur á að koma á framfæri ábendingum um möguleika á einföldun og aukinni skilvirkni.

Í skýrslunni eru settar fram eftirfarandi fimm tillögur:

1. Ein rafræn gátt

2. Einföldun regluverks

3. Aukið öryggi og bætt reglufylgni

4. Stefnumótun og aðgerðaáætlun

5. Aukið hlutverk Vakans

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Lög og reglugerðir
Útgáfuár 2014
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð lög, reglur, reglugerðir, leyfi, leyfismál, starfsumhverfi, einföldun, regluverk, VAKINN, stefnumótun