Áhrif hvalveiða í atvinnuskyni á ímynd Íslands og íslenska ferðaþjónustu

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Áhrif hvalveiða í atvinnuskyni á ímynd Íslands og íslenska ferðaþjónustu
Lýsing Á árinu 2006 fól samgönguráðherra Ferðamálastofu framkvæmd könnunar á markaðssvæðum erlendis um hugsanleg áhrif hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustu. Var þetta gert í kjölfar erindis Ferðamálaráðs. Undirbúningur af hálfu Ferðamálastofu hófst í desember og könnunin sjálf hófst í síðari hluta febrúar 2007. Kappkostað var að vanda sem mest til könnunarinnar og var framkvæmdin í höndum alþjóðlegs sérhæfðs fyrirtækis í gerð kannana, ParX-Viðskiptaráðgjafar, þannig að sami aðili sá um framkvæmd á öllum svæðum. Þetta var gert til að tryggja bæði gæði könnunarinnar og að samræmi væri á milli markaðssvæða. Svæðin sem könnunin náði til vou austurströnd Bandaríkjanna, Bretland, Þýskaland, Frakkland og Svíþjóð. Niðurstöður voru birtar í 4 skýrslum, þ.e. könnun meðal almennings, greining á viðhorfum markhóps, könnun meðal söluaðila og loks samantekt og túlkun helstu niðurstaðna. Skýrslurnar má nálgast hér í einu PDF-skjali.
Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Ímynd og markaðsmál
Útgáfuár 2007
Leitarorð hvalveiðar, hvalaskoðun, hvalir, hvalaskoðunarferðir, hvalaskoðunarferð, ferð, efnahagsleg áhrif, ímynd íslands, ímynd