Góðir staðir? - leiðbeiningarrit um uppbyggingu ferðamannastaða

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Góðir staðir? - leiðbeiningarrit um uppbyggingu ferðamannastaða
Lýsing

Á ferðamálaþingi í október 2011 var meðal annars kynnt ritið „Góðir staðir“ sem er leiðbeiningarrit um uppbyggingu ferðamannastaða. Ritið er unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Framkvæmdasýslu ríkisins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Ritinu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum, forsvarsmönnum sveitarfélaga, félagasamtökum og öðrum framkvæmdaaðilum við skipulag og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna. Áhersla er lögð á mikilvægi góðs undirbúnings og vandvirkni. Því er þannig ætlað að byggja brú á milli sveitarfélaga og ríkis annarsvegar og hönnuða og framkvæmdaaðila hinsvegar. Ritinu er einnig ætlað að vera hvatning til þeirra fjölmörgu aðila sem standa að uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi öllu að vanda til verka því enginn vafi leikur ´að náttúran og landið okkar eiga það skilið.

Hlekkur /is/umhverfis-og-gaedi/utgefid-efni-og-leidbeiningarit/godir-stadir-leidbeiningarit
Höfundar
Nafn Borghindur Sölvey Sturludóttir
Flokkun
Flokkur Fræðslurit og handbækur
Útgáfuár 2011
ISBN 978-9979-72-021
Leitarorð ferðamannastaður, ferðamannastaðir, leiðbeiningarit, fræðslurit, uppbygging, skipulag, hönnun, góðir staðir